Delphinium dictyocarpum

Ættkvísl
Delphinium
Nafn
dictyocarpum
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fölblár eða dökkblár.
Hæð
60-100 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, stönglar hárlausir eða hærðir, greinóttir ofantil, 60-100 sm háir.
Lýsing
Laufin kringlu-hjartalaga til nýrlaga, djúp 3-7 skipt, fliparnir mikið skiptir, hlutarnir mjóir, hárlaus ofan, dúnhærð neðan. Blómin fjölmörg í þéttum klösum, fölblá til dökkblá, bikarblöðin egglaga, hárlaus, 1,5 sm, sporinn beinn, allt að 12 mm, krónublöð fölblá til hvít, neðra parið sýlt, hært. Fræhýði 3, hárlaus en randhærð á saumunum.
Uppruni
A Rússland.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Reynsla
Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.