Doronicum carpaticum

Ættkvísl
Doronicum
Nafn
carpaticum
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Samheiti
Doronicum grandiflorum subsp. carpaticum (Griseb. & A.Schenk) Rouy
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
10-50 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, stönglar 10-50 sm háir, bognir við grunninn, uppréttir, bugðóttir, hárlausir eða ögn hærðir.
Lýsing
Aldinin hnetur, öfugkeilulaga með 10 rif sem liggja langsum og með hvít þornhár 1,5 x lengri en hneturnar, 1,8-2,2 x 0,8-1 mm. Yfirborðið hært, matt, brúngræn.
Uppruni
Karpatafjöll
Heimildir
= www.tropicos.org/Name/2717458?projectid=9,
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum 2016. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.