Doronicum turkestanicum

Ættkvísl
Doronicum
Nafn
turkestanicum
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Gulleitur-dökkgulur.
Blómgunartími
Júní-ágúst.
Hæð
25-80 sm
Vaxtarlag
Jarðstönglar láréttir til skástæðir, um 1 sm í þvermál.
Lýsing
Stönglar stakir, uppréttir, rákóttir, grænir, 25-80 sm háir, ógreindir með strjál, sívöl kirtilhár, stundum næstum hárlaus neðantil.Laufin hárlaus bæði ofan og neðan eða með ögn af hárum á efra borði og laufjöðrunum, heilrend eða fíntennt, tennurnar fáar, laufin mjókka að grunni.Grunnlauf hafa visnað þegar blómin koma eða eru enn lifandi, öfugegglaga-spaðalaga eða hálfkringlótt, 4-11 x 4-6,5 sm, mjókka snögglega eða smám saman í lauflegg með væng, 4-20(-15) sm.Stöngullauf 4-6, aflöng-egglaga eða aflöng, sjaldan egglaga, 3-11 x 1,5-4 sm, legglaus eða með stuttan legg með væng, hálfgreipfætt. Efri laufin smærri, egglag eða egglaga-lensulaga, sjaldan band-lensulag.Körfur stakar með geislablóm 5-6 sm í þvermál. Reifarnar hvolflaga, (2-)2,5-3 sm í þvermál.Ytri reifablöð lensulaga eða lensulaga-bandlaga, 12-17 x (1,5-)1,8-2 mm, innri reifablöðin bandlaga, 1-1,5 mm breið, öll reifablöðin lítt eða þétt kirtilhærð á neðra borði og jöðrum, með langdreginn odd. Geislablómin gulleit, 1,8-3 sm, með um 2,5 mm langa pípu, sem er þétt kirtilhærð á ytra borði. Blaðkan 1,5-2 sm x 2-2,8 mm, 4- eða 5-tauga, með (2 eða)3-tennt í oddinn. Hvirfilblóm 5,5-7 mm, krónan dökkgul, með 2,5-3 mm pípu og klukkulaga krónutungu, flipar um 1 mm, frjóhnappar um 1,5 mm, heilrendir neðst, frjóþræðir sívalir. Fræum/hnetum er hægt að skipta í marga eins hluta, brún. Jaðarfræin slétt, 3-4 mm, svifhárakrans enginn. Fræ í hvirfingarblómum 3-3,5 mm, hárlaus eða með ögn af aðlægum smádúnhárum, svifhárakrans með mörg sagtennt þornhár, hvít, 3-3,5 mm.
Uppruni
Kína, Kazakhstan, Mongólía, Síbería.
Heimildir
= www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=250097645, Flora of China
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í beð með öðrum fjölærum jurtum, sem undirgróður.
Reynsla
Var sáð í Lystigarðinu 1996, þrífst vel.