Heracleum candicans

Ættkvísl
Heracleum
Nafn
candicans
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól til hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Maí-júlí.
Hæð
40-100(-200) sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 40-100(200) sm há, dúnhærð eða lóhærð. Rætur grífar, sívalar. Stönglar stakir, greinóttir. Grunnlauf og neðstu stöngullauf fjaðurskipt, flipar í 2-3 pörum, egglaga-aflangir, 5-7(-20) x 3-5 sm, fjaðurskiptir, silfraðir neðan, þétt hvítlóhærðir, sagtenntir, broddyddir eða snubbóttir. Efstu laufin minni, legglaus, 3-flipótt á breiðum slíðrum.
Lýsing
Blómleggir 15-30 sm, dúnhærðir. Stoðblöð 1-3, bandlaga, skammæ. Geislar 15-25(-35), mislangir, 3-7(-10) sm, dúnhærðir, reifablöð 5-8, bandlaga. Sveipir með 20-25 blóm. Bikartennur smáar. Krónublöð hvít, ytri blóm sveipsins geislastæð. Aldin öfugegglaga, 5-8(-10) x 4-6 mm, hárlaus, þegar þau eru fullþroska, ilmkirtlar stakir í hverri gróp, 2 á samskeytunum, kylfulaga, ná 2/3 af lengd klofaldisins. Fræ flöt.
Uppruni
Kína, Bhútan, N-Indland, Kashmír, Nepal, Japan & Sikkím.
Heimildir
= Flora of China, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?id=2&taxon-id=200
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Er ekki til í Lystigarðinum eins og er (2015).
Yrki og undirteg.
Mjög breytileg tegund, einkum hvað varðar stærð og skerðingar laufanna og lögun flipanna. ------------- v. candicans Flipar egglaga-aflangir, broddyddir eða snubbóttir.v. obtusifolium (Wallisch ex de Candolle) F.T.Pu & M.F.Watson Flipar egglaga, breiðegglag eða bogadregnir, snubbóttir.