Horkelia fusca

Ættkvísl
Horkelia
Nafn
fusca
Ssp./var
v. parviflora
Höfundur undirteg.
(Nutt. ex Hook. & Arn.) Wawra
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Potentilla douglasii Greene v. parviflora (Nutt. ex Hook. & Arn.) J.T. Howell
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur til bleikur.
Blómgunartími
Júní-ágúst.
Hæð
10-60 sm
Vaxtarlag
Þýfður fjölæringur.
Lýsing
Fjölæringur oftast þýfður, lauf græn til gráleit. Lauf oftast 4-15 sm. smálauf oftast 4-8 hvoru megin, aðskilin, oftast 5-15 mm, fleyglaga til bogadregin, ± 5-tennt að ¼-½ að grunni, græn með strjála eða þétta hæringu. Blómstönglar 10-60 sm háir. Stoðblöðin heilrend. Blómskipunin klasi með 5-20 blómum, oftast ± koll-líkir, blómleggir oftast 1-3 mm. Blómbotninn oftast 2-3,5 mm breiður, ± 1-2 × lengri, smáreifablöð < 0,5 mm breið, bandlaga. Bikarblöð oftast 2-3 mm. Krónublöð 2-4 mm, fleyglaga, grunnur frjóþráða 0,2-1 mm breiður, frjóhnappar ± 0,4 mm, frævur oftast 10-20. Stíll ± 1 mm. Smáhneta ±1,2 mm.
Uppruni
Kalifornía til Wyoming.
Heimildir
http://ucjeps.berkeley.edu
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var 2007, þrífst vel.