Hosta

Ættkvísl
Hosta
Yrki form
'Color Glory'
Höf.
Aden 1980
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Léttur skuggi, hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
60 sm
Vaxtarhraði
Hægvaxta.
Vaxtarlag
Fjölæringur sem myndar brúska. Laufin næstum kringlótt lauf, bollalaga, hrukkótt. Þetta er stökkbreytt planta upp af fræi af Hosta sieboldiana 'Elegans'.
Lýsing
Laufin grængul, gullgul með milligræna jaðra. Æðapör færri en 9. Blómin trektlaga, ilmlaus.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
davesgarden.com/guides/pf/go/3386/#b, www.eurohosta.com/hosta-color-glory
Reynsla
Plantan var keypt í góðrarstöð 2008, gróðursett það sama ár í beði.