Hypericum bithynicum

Ættkvísl
Hypericum
Nafn
bithynicum
Ætt
Gullrunnaætt (Hypericaceae).
Samheiti
Hypericum caucasicum
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Skærgulur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
10-60 sm
Vaxtarlag
Stönglar uppréttir eða uppsveigðir, 20-60 sm langir, skjóta rótum við gunninn. Stönglar með 4 rákir efst eða með 2 mjóar rákir til (stundum sívalir), stöku sinnum með litla svarta kirtla og strik, stöngulliðir 20-80 mm, lengri en laufin.
Lýsing
Laufin legglaus, stundum greypfætt, 1,5-5,5 sm löng, egglaga til bogadregin. Blaðkan (10-)15-55 x (8-)12-27 mm, egglaga eða egglaga-aflöng eða hálfkringlótt, lítið eitt ljósari á neðra borði, fremur þykk- til þunn- leðurkennd, oddur bogdreginn, blaðkan heilrend, flöt eða sjaldan dálítið bylgjuð, grunnur þverstýfður til hjartalaga, 3 pör af aðalæðum kvíslast frá neðri 2/5 af miðtauginni, greinóttar með þéttar hliðar-netæðar. Kirtlar á laufblöðkunni ljósir og/eða svartir, fremur fáir eða oft ekki til staðar, jaðarkirtlar svartir, óreglulegir eða strjálir. Blómskipunin 4 til um 60 blóma, frá 2-3 stöngulliðum, efstu stöngulliðirnir stuttir, ekki með blómagreinar neðst, öll blómskipunin öfugkeilulaga. Blómleggir 3-6 mm, neðri stoðblöðin í 2-liða blómskipun, að öðruleyti eru stoðblöðin lensulaga til bandlensulaga, randhærð með svarta kirtla eða mjög sjaldan með kirtillausar tennur. Blóm 15-20 mm í þvermál, stjörnulaga, knúppar sporvala, bogadregnir. Bikarblöð 5, jafnstór, 5-6 × 1,5-3 mm, mjó-lensulaga eða mjó-oddbaugótt til mjó-aflöng, ydd, kirtiltennt til randhærð, sjaldan með kirtillausar tennur eða heilrend, upprétt þegar aldinin eru þroskuð. Æðar eru 3(5), ógreindar eða greinóttir, sjaldan áberandi, allir kirtlar á blöðkunni svartir, (aflangir-)pikkaðir, jaðarkirtlar svartir, legglausir eða oftast á randhárum eða kögri.Krónublöð 5, skærgul, ekki með rauða slikju, 10-13 × um 4 mm, um 2 x lengri en bikarblöðin, öfuglensulag, bogadregin, blöðkukirtlar svartir, doppulaga, á víð og dreif, jaðarkirtla svartir, strjálir á randhárum. Fræflar 65-80, þeir lengstu 7-10 mm, 0,7-0,8 × krónublöðin. Eggleg 2,5-3 × 2-2,5 mm, egglaga til egglaga-sívöl, stílar 4,5-6 mm, 2-2,5 × egglegið. Fræhýði 6-10 × 4-6 mm, egglaga til sívalt, lokar með ljósa kirtla, áberandi, með bogadregna til aflangar-egglaga blöðrur, þétt innihald þeirra sýnist oft svartleitt. Fræ sinugul, 1 mm, fræhýði rifjótt-bólótt. Fræhýði með brandgula kirtla.
Uppruni
Tyrkland & Kákasus.
Heimildir
= http://encyclopaedia.alpinegardensociety.net/plants/Hypericum/bithynicum
Fjölgun
Sáning, skifting.
Notkun/nytjar
Í kanta á runnabeðum.
Reynsla
Þrífst vel.