Juniperus pseudosabina

Ættkvísl
Juniperus
Nafn
pseudosabina
Ætt
Sýprisætt (Cupressaceae).
Lífsform
Sígrænn runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Karlblóm gulleit.
Hæð
50-100 sm
Vaxtarlag
Jarðlægur runni, getur orðið allt að 4 m hár í heimkynnum sínum. Gamlar greinar sívalar, uppréttar-uppstæðar. Ársprotar stuttir, grófir, 4-kantaðir um það bil 2 mm breiðir.
Lýsing
Barr hreisturlaga, gagnstæð egg-tígullaga, 1-3 mm löng, snubbótt, grágræn, kúpt, með sljóan kjöl á bakhliðinni og með einn kirtil, að hluta til nállaga (barr) á ungum sem og gömlum plöntum. Aldin egglaga, 10-12 mm löng og 6-8 mm breið, svört með 1 stóru fræi.
Uppruni
Turkestan (Altai- og Targabatai-fjöll).
Harka
4
Heimildir
7
Fjölgun
Sáning, síðsumagræðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í þyrpingar, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, sem sáð var til 1999 og gróðursettar í beð 2004. Ekkert kal.