Kniphofia sarmentosa

Ættkvísl
Kniphofia
Nafn
sarmentosa
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Rauð-appelsínugulur, gullgulur, fölgulur, gulgrænn.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
-90 sm
Vaxtarlag
Meðalstór, fjölær jurt.
Lýsing
Laufin eru bláleit. Blómskipunin er fremur þétt, aflöng, blómin bleik-rauð, 25-35 mm.
Uppruni
S Afríka.
Harka
8
Heimildir
1, http://davesgarden.com/guides/pf/go/96890/#b
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Sunnan undir vegg í góðu skjóli.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2003 og gróðursett í beð 2005, þrífst vel.