Larix × marschlinsii

Ættkvísl
Larix
Nafn
× marschlinsii
Ætt
Þallarætt (Pinaceae)
Samheiti
L. kaempferi × L. russica, Larix x. eurolepis. Henry
Lífsform
Lauffellandi barrtré.
Kjörlendi
Sól. Þrífst ekki í skugga.
Blómalitur
Karlblóm gul, kvenblóm purpurarauð.
Hæð
- 50 m
Vaxtarhraði
Vex hratt.
Vaxtarlag
Larix x marschlinsii er lauffellandi tré sem nær allt að 50 m hæð. Blendingur sem vex fljótt (16 ára plöntur höfðu náð 7-8 m hæð í Sviss) og er frábrugðinn móðurplöntunni japanslerki (L. kaempferi) með alveg hárlausum ársprotum.
Lýsing
Blómin eru einkynja (hvert og eitt blóm annað hvort karlkyns eða kvenkyns) en bæði kynin er að finna á sama trénu. Vindfrævun. Með stærri og meira egglaga könglum en japanslerkið. Köngulhreistur ekki aftursveigt í endann. Hreisturblöðkur ná út úr könglunum. Barrið blágænt.
Uppruni
Garðablendingur. Ekki til úti í náttúrunni. Fannst í skógargarðinum Tscharenholz í Morat, Sviss 1901. Blendingur úr görðum L. decidua x L, kaempferi.
Harka
Z4 er ekki viðkvæmt fyrir frosti.
Heimildir
= 7, http://www.pfaf
Fjölgun
Græðlingar. Sáning.
Notkun/nytjar
Í beð, í þyrpingar, sem stakstætt tré.Þolir næðinga en ekki saltúða.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til eitt tré sem sáð var til 1991 og gróðursett í beð 1999, kelur mjög lítið.