Malus × robusta

Ættkvísl
Malus
Nafn
× robusta
Yrki form
Ranetka Purpurovaja
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
-5-6,5 m erlendis.
Vaxtarhraði
Meðalvaxtarhraði.
Lýsing
Kom fram í Rússlandi upp úr 1990. Tréð vex hóflega, krónan er mjög mjó og greinarnar drúpa dálítið. Tréð blómstrar ungt, stundum jafnvel 2 ára, og blómskipanir og sjálf eplin koma á nokkuð stór tré. Blómin eru hvít og á löngum leggjum. Aldinin eru lítil, 1,2-3 sm í þvermál, hnöttótt, íflöt og alveg rauð. Eins og almennt hjá dvergeplum (Crab apples) er bikarinn skilinn frá eplinu. Eplin hafa náð lit sínum í lok ágúst eða byrjun september og hanga lengi á trénu. Fuglar éta berin á vetrum en annars eru þau ekki notuð. Tréð má nota til skrauts. Dvergepli (Crab apples) blómstra mikið svo hægt er að nota þau til að fræva mörg dvergeplatré. Ranetka Purpurovaja er harðgert ;.
Uppruni
Garðauppruni.
Harka
Z3
Heimildir
http://portal.mtt.fi
Fjölgun
Græðlingar.
Notkun/nytjar
Stök, í blönduð beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta með þessu nafni sem sáð var til 2009, í uppeldi 2011.