Meconopsis punicea

Ættkvísl
Meconopsis
Nafn
punicea
Ætt
Draumsóleyjarætt (Papaveraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Djúprauður.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
60-75 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 75 sm há.
Lýsing
Lauf allt að 38 x 3 sm, í grunnhvirfingu, öfuglensulaga, mjókka í lauflegginn, laufleggurinn með slíður við grunninn. Blóm stök, dálítið álút á 6 ógreindum, rifjóttum stilkum með baksveigð þornhár. Krónublöð oftast 4, stöku sinnum 6, tígullaga-oddbaugótt, hvassydd til bogadregin allt að 10 x 5 sm, djúprauð. Frjóþræðir með rauða slikju. Frjóhnappar gulir. Aldin oddvala-aflöng, hárlaus til þétt þornhærð, opnast með 3-5 topplokum.
Uppruni
NA Tíbet, Kína.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð.
Reynsla
Ekki í Lystigaðinum.