Physochlaina macrophylla

Ættkvísl
Physochlaina
Nafn
macrophylla
Ætt
Náttskuggaætt (Solanaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Purpura
Blómgunartími
Júní-júlí. Aldin í júlí-ágúst.
Hæð
- 60 sm
Vaxtarlag
Um 80 sm há jurt. Stönglarnir verða hárlausir með aldrinum. Laufleggur er 3-7 sm, hárlaus. Laufblaðkan breið-egglaga til oddbaugótt, 14-22 x 8-12 sm, verður hárlaus, grunnur breiðfleyglaga, heilrend, bylgjuð eða með fáeinar tígullaga tennur, hvassydd eða stuttbroddydd.
Lýsing
Blómskipunin stoðblaðalausir klasalíkir skúfar, blómskipunarleggurinn 4-6 mm, þétt kirtildúnhærðir. Blómleggur 1-2 sm. Bikar bjöllulaga, 1,3-1,7 x 1-1,5 sm, skiptur hálfa leið niður, flipar tígullaga-lensulaga, 6-7 mm, kögraðir. Krónan er purpura, bjöllulaga, 2-2,5 x 1,5-2 sm, flipar með tennur sem vita út á við, randhærðir. Fræflar standa lítillegafram úr krónupípunni, fræflar um 3 mm. Stíll inniluktur. Bikar útflattur við aldinþroskann, bollalaga, 2 x 1,7-2 sm, flipar um 1 sm. Aldin hálfhnöttótt, um 1 sm í þvermál. Fræin grágul, um 2 mm.
Uppruni
Kína (V Sichuan).
Harka
8
Heimildir
= 1, www.efloras.org/ florataxon.aspx?flora-id=3&taxon-id=200020569, The Flora of China
Fjölgun
Sáning, skipting að vorinu.
Notkun/nytjar
Í beð með öðrum fjölærum jurtum.
Reynsla
Gömul jurt sem þrífst vel í Lystigarðinum (E2 2009).