Pinus x rhaetica

Ættkvísl
Pinus
Nafn
x rhaetica
Ætt
Þallarætt (Pinaceae).
Lífsform
Sígrænt tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Kk reklar gulir, appelsínugulir, rauðir.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
6-10 m
Vaxtarlag
Lítið tré. Börkur brúngrár eða brúnn með gráu ívafi.Blendingur fjallafuru (P. mugo) og skógarfuru (P. sylvestris).
Lýsing
Barrnálar dökkgrænar, grágrænar ofan, yddar, 4 sm langar, grófar. Ungir könglar með 3 mm langan legg, purpurabrúnir í fyrstu, vita seinna skáhallt upp á við, egglaga, yddir, 3-3,5 sm langir, hliðskakkir, oddbaugóttir, síðar kanelbrúnir, mattir á meðan þeir eru lokaðir, en glansandi eftir að þeir hafa opnast og þá eru þeir gulbrúnir. Hreisturskildir hvelfiar með áberandi stærri efrihluta. Þrymill stór og með þyrniodd.
Uppruni
Fannst fyrir 1864 í Plaungood-skógi við Samaden, Ober-Engadin, Sviss og líka annarsstaðar.
Harka
4
Heimildir
1,7,9
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í brekkur, í kanta.
Reynsla
Hefur reynst vel það sem af er þó reynsla sé fremur stutt. Kelur ekkert og vex vel. (í E14 frá 2001) Ekki lengur til í Lystigarðinum 2010.