Potentilla drummondii

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
drummondii
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Sítrónugulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 60 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur með stuttan stöngulstofn, stönglar beinir, 60 sm háir, dálítið hærðir.
Lýsing
Lauf egglaga-aflöng. Smálauf í pörum, 4-10 talsins, 6 sm. Grunnlaufin með þrjú smálauf, 5-10 sm löng. Langt bil er á milli smálaufanna. Smálaufin 2-5 sm löng, fleyglaga-öfugegglaga, djúpskert í aflanga-bandlaga eða lensulaga flipa, sagtennt svo langt sem skerðingin nær. Blómin fá, 2 sm í þvermál, á löngum leggjum með öfugegglaga, sítrónugul krónublöð.
Uppruni
Bandaríkin.
Harka
3
Heimildir
= 1, http://www.agbina.com
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð.