Potentilla kurdica

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
kurdica
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
-65 sm
Vaxtarlag
Uppréttur fjölæringur með grófa jarðstöngla, allt að 65 m hár.
Lýsing
Laufin eru 5-fingruð, smálauf breiðoddbaugótt eða aflöng, 1,5 sm löng og 1-2 sm breið, legglaus, tennt smálauf, mjúkhærð bæði ofan og neðan. Stór, gul, öfughjartalaga krónublöð, allt að 1 sm löng.
Uppruni
Kúrdistan.
Heimildir
http://www.lumen.fr., http://www.agbina.com
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2009, þrífst vel.