Potentilla plattensis

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
plattensis
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Potentilla plattensis v. pedicillata A. Nelson
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi, síað ljós.
Blómalitur
Skærgulur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
10-15 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur, smávaxinn.
Lýsing
Blómstönglarnir eru 10-15 sm háir. Blómin skærgul. Grunnlaufin eru ljósgræn, fjaðurskipt, minna á burkna, stilklaufin eru fá. Bikarblöð og lauf eru hærð.
Uppruni
N Ameríka (Klettafjöll).
Heimildir
= http://gardensway.com, http://www.swcoloradowildflowers.com
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í fjölæringabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2010, er í sólreit.