Ranunculus insignis

Ættkvísl
Ranunculus
Nafn
insignis
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí.
Vaxtarlag
Fjölær jurt, stönglar grenóttir, 10-90 sm.
Lýsing
Grunnlauf allt að 14-16 sm, egglaga-hjartalaga, bogtennt, leðurkennd, dökkgræn, oftast með löng brún hár á neðra borði. Stöngullauf 3-flipótt. Blómin 3-20, gul, 2-5 sm í þvermál. Bikarblöð egglaga-aflöng, verða baksveigð, hárlaus eða hærð. Krónublöð 5-6, öfugegglaga, framjöðruð eða bogadregin. Fræhnotir hliðflatar, hærð, með kjöl, 2mm, trjóna grönn.
Uppruni
Nýja Sjáland.
Harka
8
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð.
Reynsla
Er ekki í Lystigarðinum. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.