Ranunculus sartorianus

Ættkvísl
Ranunculus
Nafn
sartorianus
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júní-ágúst.
Vaxtarlag
Fjölær jurt með trefjarætur, um 1 mm breiðar.
Lýsing
Grunnlauf 2-4(-6) sm breið, lítið eitt dúnhærð eða næstum hárlaus, mjög breytileg að lögun, oftast 3(-5) skipt við grunninn, blaðhlutar öfugegglaga, mismunandi skipt, með hvassar tennur. Stönglar uppsveigðir til uppréttir (sjaldan útafliggjandi), 5-25(-40) sm, 1-3-blóma, lítið eitt dúnhærð, oft með uppstæð-útstæðhár neðantil og aðlæg hár ofantil. Stöngullauf fá, minni en grunnlaufin. Bikarblöð aðlæg, langhærð, hárin hvít. Krónublöð 9-15(-20) mm, breið öfugegglaga, bogadregin, gul og glansandi. Aldinleggur grunn-rákóttur. Blómbotninn dúnhærður, að minnsta kosti efst. Kollar fræhnota egglaga. Fræhnotir hliðflatar, með kjöl, sléttar og hárlausar, 2,2-3,0 mm, skakk-öfugegglaga til hálfkringlóttar, trjónan 0,5-1,2 mm, fremur stinn, bogin, krókbogin efst.
Uppruni
Grikkland.
Heimildir
= Mountain flora of Greece, Vol. 1, Page 214, https://books.google.is/books?id=MvY8AAAAIAAJ&pg=PA214&lpg=PA214&dq=Ranunculus+sartorianus
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Við læki og tjarnir.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum. Myndir teknar í Grasagarði Reykjavíkur.