Rhodiola fastigiata*

Ættkvísl
Rhodiola
Nafn
fastigiata*
Ætt
Hnoðraætt (Crassulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rauðpurpura.
Blómgunartími
Júní-ágúst.
Hæð
- 15 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 15 sm há, jurtin einkynja. Jarðstönglar greinóttir,hlutar ofar moldu með hreisturlauf.
Lýsing
Blómstönglar 6-15 sm, uppréttir. Laufin stakstæð, 1-1,5 x 8-12 mm, legglaus, mismunandi lensulaga til bandlag-oddbaugótt, snubbótt, jaðar heilrendur. Blómskipunin 5-15-blóma í samsettum hálfsveip, blómin allt að 6 mm í þvermál. Bikarblöð 4, egglaga, purpura, snubbótt. Krónublöð 4, bandlaga-öfugegglaga, lengri en bikarblöðin, snubbótt, rauðpurpura. Frævur purpurarauðar. Fræflar lengri en krónublöð karlblóma, engir í kvenblómum, karlblómin eru meira bollalaga, hvít.
Uppruni
Himalaja, Tíbet, SV Kína.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í hleðslur, í kanta.
Reynsla
Lítt reynd enn sem komið er. Ekki í Lystigarðinum.