Rhodiola ishidae

Ættkvísl
Rhodiola
Nafn
ishidae
Ætt
Hnoðraætt (Crassulaceae).
Samheiti
Sedum ishidae Miyabe & Kudo (basionym), Rhodiola himalensis var. ishidae (Miyabe & Kudo) Jacobsen,
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
20-25 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, sem myndar brúsk, blómstönglar uppréttir, 20-25 sm háir.
Lýsing
Laufin græn, öfuglensulaga, mjókka smám saman til beggja enda, djúptennt, jaðrar gagnsæir, blóm í þéttum skúf.
Heimildir
= http://flora.kadel.cz/e/kvCard.asp-Id=5384.htm
Fjölgun
Sáning að vetrinum, 1-3 mánuði að spíra. Græðlingar teknir síðsumars.
Notkun/nytjar
Í hleðslur, í kanta.