Rhodiola wallichiana

Ættkvísl
Rhodiola
Nafn
wallichiana
Ætt
Hnoðraætt (Crassulaceae).
Samheiti
Sedum crassipes
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulgrænn (brúnleit með aldri)
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
15-30 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 30 sm há, jarðstönglar stundum skriðulir, stönglar að hluta með hreistur.
Lýsing
Blómstönglar 15-30 sm háir. Laufin stakstæð, 10-30 x 1-3 mm, mörg upp eftir stönglinum, í pörum, legglaus, bandlaga, hvassydd, grunnur bogadregin, hárlaus, jaðar tenntur við oddinn, miðrif með gróp á efra borði. Blómskipunin þétt með fáblóma skúf. Blómin allt að 12 mm í þvermál. Bikarblöðin 5, oftast lauskrýnd, flipar 5-8 x 1,5 mm, þríhyrnd, langydd. Krónublöð 5, 6-11 x 1,5-2,5 mm, oddbaugótt, íhvolf, hvít, gulgræn til fölgul, stundum með bleika slikju. Fræflar jafn löng og krónublöðin. Frjóhnappar appelsínugulir en verða dökkpurpura. Frævur eru grænar.
Uppruni
Himalaja, V Kína.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Sem þekja, í hleðslur, í kanta, í steinhæðir.
Reynsla
Harðgerð planta.