Rhododendron

Ættkvísl
Rhododendron
Yrki form
'Christmas Cheer'
Höf.
(T. Methven & Son 1895) Skotland.
Ætt
Lyngætt (Ericaceae).
Lífsform
Runni.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
150-175 sm
Vaxtarlag
Upprétt, meðalhátt, þéttvaxið, yrki með sígræn lauf.
Lýsing
Foreldrar (♀ × ♂): R. caucasicum × ?Mjög vinsælt meðalstórt yrki. Blómin eru rósbleik eða bleikhvít með dekkri rákir, verða næstum hvít með aldrinum, ilma ekki. Þau eru bleik í knúbbinn og eru í þéttum, litlum blómskipunum/klösum. Blómin springa út á löngum tíma a.m.k. erlendis. Laufin eru milligræn, með þunna, slétta, brúna hæringu á neðra borði. Runninn er ekki með hreistur. Hann verður 150-175 sm hár á 10 árum og er þéttvaxinn, kröftugur og auðræktaður. Yrkið myndar knúbba að haustinu sem lifa af veturinn og blómstrar allt sumarið frá 2-3 ára aldri.
Uppruni
Yrki.
Harka
H4
Heimildir
http://www.hirsutum.info, http://www.rhododendrons.co.uk, http://www.greatplantpicks.org, Cox, Peter & Kenneth 1990: Guide to Choosing Rhododendrons London.
Fjölgun
Síðsumargræðlingar. Auðvelt að láta rætast.
Notkun/nytjar
Runninn þarf næringarefnaríkan, vel framræstan jarðveg. Það má bæta jarðveginn með safnhaugamold eða öðrum lífrænum jarðefnum áður en plantað er.
Reynsla
Plantan var keypt í Lystigarðinn 2001 og gróðursett í beð það ár. Vetrarskýling frá 2001 til vors 2007. Falleg planta sem kelur lítið og blómstrar mikið árlega.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Auðræktuð og yfirleitt sólþolin, þó geta laufin upplitast. Lyngrósirnar eru með grunnt rótakerfi og þurfa reglulega vökvun yfir sumarið, einkum síðsumars þegar knúbbar næsta vors eru að myndast.Plantan er talin þola 20 °C erlendis.Þetta yrki er stundum neytt í gróðurhúsum til að blómstra á öðrum tíma en það er vant og notað sem glæsileg borðskreying um jólin í Bretlandi. Blómstrar síðvetrar í (janúar)-febrúar-mars erlendis.