Rhododendron

Ættkvísl
Rhododendron
Yrki form
Baden-Baden
Höf.
(Hobbie 1965) Þýskaland.
Ætt
Lyngætt (Ericaceae).
Lífsform
Runni, sígrænn.
Kjörlendi
Hálfskuggi, þolir sólskin.
Blómalitur
Skærrauður / dökk skarlatsrauður.
Blómgunartími
Mitt sumar.
Hæð
60 sm
Vaxtarlag
Vöxtur þéttur og útstæðar greinar, plantan breiðari en hún er há.
Lýsing
Foreldrar (♀ × ♂): 'Essex Scarlet' × R. forrestii ssp forrestii) eða ( ? × ?) × R. forrestii ssp forrestii eða Essex Scarlet × forrestii ssp forrestii 'Repens'. Blóm opin, trektlaga, 4-5 sm breið, skærrauð, vaxkennd, ilmlaus. Blómskipunin er lotin, kringluleit. Runninn verður allt að 60 sm á 10 árum. Atlætið (hæð yfir sjó, sólskin, jarðvegur, loftslag) hefur áhrif á vöxt og þroska.Laufið breið-egglaga, 6-7 sm löng, dökkgræn, glansandi, bylgjuð og ydd Laufin geta orðið fá með aldrinum. &
Uppruni
Yrki.
Harka
H5
Heimildir
7, http://www.hirsutum.info, http://www.rhododendron.org, Cox, Peter & Kenneth 1990: Guide to Choosing Rhododendrons London.
Fjölgun
Síðsumargræðlingar, sveiggræðsla, ágræðsla.
Notkun/nytjar
Í runnabeð í síaðri birtu.
Reynsla
Plantan var keypt í Lystigarðinn og gróðursett í beð 2001. Vetrarskýling frá 2001 til vors 2007.Falleg planta sem kelur yfirleitt lítið en kól talsvert 2010.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Yrkið er talið þola allt að -26°C erlendis.