Rhododendron

Ættkvísl
Rhododendron
Yrki form
Ramapo
Höf.
(G.G. Nearing 1940), USA.
Ætt
Lyngætt (Ericaceae).
Lífsform
Sígrænn runni.
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður eða hálfskuggi, verður hærri í skugga.
Blómalitur
Fjólublár/ljósgráfjólublár.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
60(-120) sm
Vaxtarlag
Sígrænn runni sem nær 60 sm hæð á 10 árum, með hreistur. Verður eins og þúfa í vextinum. Runninn getur orðið allt að 120 sm hár.
Lýsing
Foreldrar (♀ × ♂): (R. minus Carolinianum Group × R. fastigiatum). Lauf eru smá, sígræn, ilma (eru með furu ilm), næstum kringlótt, græn. Nývöxtur er blágrænn. Blómin eru fjólublá/ljósgráfjólublá í litlum klösum.;
Uppruni
Yrki.
Harka
Z4-Z6
Heimildir
http://www.rainside.com, http://www.hirsutum.info, http://www.davesgarden.com
Fjölgun
Síðsumargræðlingar, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Þarf litla snyrtingu, aðeins að blómgun lokinni og til að halda runnanum í reglulegu og fallegu formi. Þarf meðalvökvun, vökvið reglulega, en ekki of mikið.Jarðvegur þarf að vera lífefnaríkur, vel framræstur og súr.
Reynsla
Plantan var keypt í Lystigarðinn 2006 og gróðursett í beð 2006. Yfirleitt ekkert eða lítið kal, blóm flest ár.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Plantan er eitruð, ætti ekki að leggja sér til munns.