Rhododendron

Ættkvísl
Rhododendron
Yrki form
'Sacko'
Höf.
(A. van Vliet 1970) Þýskaland.
Ætt
Lyngætt (Ericaceae).
Lífsform
Sígrænn runni.
Kjörlendi
Hálfskuggi í skjóli.
Blómalitur
Dökk bláfjólublár.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
30(-40) sm.
Vaxtarlag
Dvergvaxinn og þéttvaxinn, sígrænn runni, 30(-60) sm hár og álíka breiður en getur orðið allt að 1 m hár, blómviljugur.
Lýsing
Foreldrar (♀ × ♂): R. russatum x 'Moerheim'. Lauf hraustleg og dökkgræn. Blómin dökk bláfjólublá í þéttblóma klösum. Planta sem er frábrugðin mörgum svipuðum yrkjum.;
Uppruni
Yrki.
Harka
H4
Heimildir
http://www.osberton.co.uk, http://www.plantasjen.no, http://www.hirsutum.info, http://www.duchyofcornwallnursery.co.uk
Fjölgun
Síðsumargræðlingar, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í runnabeð þar sem sólin er ekki sterk.
Reynsla
Plantan var keypt í Lystigarðinn 2000 og gróðursett í beð 2001. Vetrarskýling frá 2001 til vors 2007. Kelur yfirleitt lítið eða ekkert, blóm flest ár.