Rhododendron

Ættkvísl
Rhododendron
Yrki form
P.M.A. Tigerstedt
Höf.
(Marjatta Uosukainen 1974) Finnland.
Ætt
Lyngætt (Ericaceae).
Samheiti
Rhododendron 'Peter Tigerstedt'.
Lífsform
Runni.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Hæð
160-200 sm
Vaxtarlag
Uppréttur og útbreiddur runni.
Lýsing
Runninn er ekki með hreistur. Hann nær 160 sm hæð á 10 árum, getur orðið meira en 2 m hár, ekki mikið greindur. Hann verður gisinn og útbreiddur í skugga en þéttari í hálfskugga. Lauf dökkgræn, hárlaus, mjó-öfugegglaga. Blóm opin, trektlaga, næstum hvít með dökk blóðrauðar/blóðbrúnar smádoppur á efsta krónublaðinu.
Uppruni
Yrki.
Harka
H5
Heimildir
http://www.hirsutum.infohttp://pro.tsv.fihttp://www.rhodogarden.com
Fjölgun
Síðsumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í runnabeð þar sem birtan er ekki sterk.
Reynsla
Plantan var keypt í Lystigarðinn 2000 og gróðursett í beð 2001, Vetrarskýling frá 2001 til vors 2007. Yfirleitt ekkert eða lítið kal, blóm af og til, ekkert kal og með blóm t. d. 2007 og 2010.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Yrkið er nefnt eftir P.M.A. Tigerstedt prófessor í plöntukynbótum, en þetta yrki er/var uppáhalds yrki hans.