Sígrænn, lítill, uppréttur eða uppsveigður runni, 20-100(-150) sm hár, smágreinar stuttar, sverar, hreistraðar.
Lýsing
Laufleggir 12 mm, með hreistur, blaðkan egglaga til oddbaugótt, 0,71 × 0,30,6 sm, grunnur breið-fleyglaga til bogadreginn, oddur snubbóttur eða bogadreginn, laufoddur enginn eða ógreinilegur. Neðra borð er með hreistur sem ná saman eða eru sköruð, móleit, stundum með fáein dekkri hreistur innan um þau móleitu. Efra borð dökkgrænt, glansandi, hreistur ná saman. Klasinn 1-2 blóma. Blómleggurinn 0,51,5 sm, með hreistur. Bikar bleikur, flipar (1,5)23 mm, egglaga til aflöng-egglaga, hanga áfram við aldinið, með hreistur, jaðrar oftast randhærðir. Krónan breið-trektlaga, bleik-lilla eða fjólublá-purpura, 1,21,5 sm löng. Krónupípan 46 mm, ekki með hreistur á ytra borði, gin dúnhært. Fræflar (8)10, jafnlangir og/eða ögn lengri en krónan, frjóþræðir langhærð við grunninn. Eggleg um 2 mm, þétthreistruð. Stíll lengri en fræflarnir, hvorki með hreistur né hár. Fræhýði egglaga, 3-5 mm, þétthreistruð.
Uppruni
M Sichuan.
Heimildir
http://www.hirsutum.info,www.eFloras.org Flora of China
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í runnabeð þar sem sólskinuð er ekki of stekt.
Reynsla
Plantan var keypt 2000 og gróðursett í beð 2001. Vetrarskýling frá 2001 til vors 2007. Þrífst vel. Falleg planta sem kelur yfirleitt lítið, blóm stöku ár.
Yrki og undirteg.
v. omeiense M. N. Philipson & Philipson,er með hreistur í tveimur litum á neðra borði, yfirleitt móleit en nokkur dekkri innan um þau móleitu.
Útbreiðsla
Fundin í heiðum og grýttum brekkum í 3200-3500 m hæð í heimkynnum sínum.