Ribes komarovii

Ættkvísl
Ribes
Nafn
komarovii
Ætt
Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Grænleitur?
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
1,5-3 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, 1,5-3 m hár. Greinar hárlausar, þyrnalausar. Brum brún eða brúnrauð aflöng-egglaga, 5-8 mm, odddregin, brumhlífar hárlausar eða smádúnhærð á jöðrunum.
Lýsing
Laufleggir 6-17 mm. Hárlausir, stundum með lítið eitt af kirtilhárum. Laufblaðkan breiðegglaga til hálfkringlótt, stundum mjórri, 2-6 × 2-5 sm, með ögn af kirtilhárum, grunnur dálítið bogadreginn til þverstýfður, sjaldan grunnhjartalaga til fleyglaga, flipar oftast 3, jaðrar óreglulega bogatenntir, snubbóttir eða yddir, endaflipinn miklu lengri en hliðafliparnir. Klasar uppréttir, karlklasar 2-5 sm með fleiri en 10 blóm, kvenklasar 1,5-2,5 sm með 5-10 blóm, aðalleggur klasanna og blómleggir/aldinleggir með stutt kirtilhár, stoðblöð brúnleit, oddbaugótt, 4-6 mm, hárlaus eða með lítið eitt af kirtilhárum á jöðrunum. Blómleggir 2-4 mm. Bikar grænn, hárlaus, pípan bikarlaga 1,5-2,5 mm, bikarflipar uppréttir, egglaga til mjóegglaga, nokkurn veginn jafnlangir og bikarpípan. Krónublöð öfugegglaga til hálf-blævængslaga, mjög lítil, ekki jafnlöng og bikarfliparnir. Fræflarnir ögn lengri en krónublöðin. Eggleg hárlaust. Stíll 2-klofinn. Berin rauð, öfugegglaga-hnöttótt til hnöttótt, 0,7-0,8 sm, hárlaus.
Uppruni
Kína, N Kórea, Rússland.
Heimildir
www.eFlors.org / Flora of China
Fjölgun
Sáning, síðsumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð, í þyrpingar og víðar.
Reynsla
Stutt, er í uppeldisreit (2011).
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Vaxtarstaðir í heimkynnunum: Skógar, skógarjaðrar, runnaþykkni, grýttar brekkur, i 400-2100 m hæð.