Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Peace'
Höf.
(Meilland 1945) Frakkland.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
R. Madame Antoine Meilland, Gloria Dei, Fredsrosen,
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Skærgulur (bleikir og gulhvítir jaðrar).
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
100-150 m
Vaxtarlag
Foreldrar: ((George Dickson x Souvenir de Claudius Pernet) x (Joanna Hill x Charles P. Kilham)) x Margaret McGredy. Stórblóma stilkrós, terósarblendingur, 20 aldar rós. Blómin eru skærgul með bleikum og gulhvítum jöðrum, mjög stór, 15 sm í þvermál. Rósarunninn er 100-150 sm á hæð og 60 sm í þvermál. Þarf mikið pláss.
Lýsing
Þetta er kröftug og hraust rós sem bæði getur verið stilkrós og klifurrós. Laufið dökkgrænt. Blómin eru meðal þeirra stærstu sem geta fundist hjá rósum. Þau eru með létt ilmandi, fyllt, með 40-45 krónublöð, fölgul, jaðrar meira eða minna bleikir en það fer eftir jarðvegi og loftslagi.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Ónæm fyrir svartroti og mjölsvepp.
Heimildir
http://www. florum.fr/Rosa-Bassino-%C2%AE/7287/Rosier-Rose-zp.html, http://www.horticlik.com/p/rosa_winnipeg_parks_shrub_-_parkland1.hbml, http://www.rose-roses.com/rosepages, davesgarden.com/guieds/pf/90/341/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Í beð, í þyrpingar og víðar. Þolir ekki mikla klippingu.Rósin var framleidd í lok seinni heimsstyrjaldarinnar af frönskum framleiðanda og varð fljótt tákn fyrir lok stríðsins. Það skemmir ekki fyrir að hún er falleg og stundum ilmandi og blómstrar mikið á kröftugum og harðgerðum runna. Frægasta rósin, kom fyrst á markað 1945, og er enn vinsælli nú en hún var þá.Sólríkur vaxtarstaður laus við kalda næðinga. Rakur og vel framræstur jarðvegur. Þarf áburð í byrjun vaxtartímans og lífrænan áburð að haustinu.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Hefur fengið ýmis verðlaun og viðurkenningar. Verðlaun: All America Rose Selection 1946, Portland Gold Medal 1944, Royal National Rose Society Gold Medal 1947, American Rose Society National gold Medal Certificate 1947, The Hague Gold Medal and Golden Rose 1965, WFRS Rose Hall of Fame (The World's Favourite Rose) 1976.