Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Constance Spry'
Höf.
(Austin 1961) England.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Ausfirst, Rosa 'Austance', David Austin rose.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Djúp skærbleikur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
Allt að 300 sm
Vaxtarlag
Gisgreinótt runnarós með bogsveigðar greinar, hefur tilhneigingu til að breiðast út.
Lýsing
Þetta er 20. aldar klifurrós, kröftugur runni um 300 (400) sm hár og 150 sm breiður með milligræn lauf.Blómstrar einu sinni á sumri. Krúbbar ávalir. Blómin allt að 12 sm í þvermál, djúpt skærbleik, stór, hálffyllt eins og centifolia-rósir, ilma mikið. Ung lauf eru koparlit. Einn besti runnarósablendingurinn af gamalli gerð og var kominn í dreifingu 1961.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Viðkvæm fyrir svartroti, ryðsvepp, mjölsvepp.
Heimildir
Roy, Hay & Patrick Synge 1969: The Dictionary of Garden Plants in Colour with House and Greenhouse Plants. - George Rainbird LTD 1969 (Svensk översättninga och bearbetning Sven Nilson 1974. Örebro 1974), http://www.crocus.co.uk, http://www.hesleberg.no, http://www.marthastewart.com, http://www.shootgardening.co.uk, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, thegardengeeks.net/plant-guide/6326-rosa-constance-spry,davesgarden.com/guides/pf/go/52134/#b
Fjölgun
Sumar-, vetrargræðlingar, ágræðsla og brumágræðsla að sumrinu.
Notkun/nytjar
Góð sem vafningsrós, en það er líka hægt að rækta hana sem stóran stakan runna eða á súlu. Plantið einni plöntu á m². Sólríkur vaxtarstaður. Þolir ekki skugga. Þarf góðan jarðveg, frjóan, með mikið af lífrænu efni, rakan og vel framræstan.Harðgerð og góð til afskurðar.Áður en plantað er eru ræturnar klipptar í um 25 sm lengd og rósin klippt niður í 8-15 sm hæð að brumi sem veit út á við. Plantið þegar frostlaust er orðið og bætið miklu af safnhaugamold og áburði í holuna. Vökvið vel. Verið viss m að ágræðsluhnúðurinn sé 2,5 sm undir yfirborði moldarinnar. Plantan er 5-10 ár að koma sér fyrir.Þetta er fyrsta rós David Austins.
Reynsla
Rosa 'Constance Spry' var keypt í Lystigarðinn 2006 og gróðursett í beð það ár. Hún óx vel og blómstrar talsvert 2008 og 2009.
Útbreiðsla
'Constance Spry' var nefnd eftir breskum rithöfundi og blómaskreytingarkonu.Viðurkenningar: RHS AGM (Award of Garden Merit).