Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Coral Dawn'
Höf.
(Boerner 1952) USA.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Kóralbleikur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
Allt að 300 sm
Vaxtarlag
Þetta er smárunnarós kynbætt af E.S.Boerner i USA 1952.Meðalkröftug klifurrós, allt að 300 sm há og 90-180 sm breið, blómin minna á blóm terósablendinga.
Lýsing
Foreldrar: (New Dawn fræplanta X nafnlaus gul rós) X nafnlaus rós.Blómin eru þéttfyllt, stór (allt að 12 sm í þvermál) og eru stök eða fá í hverjum klasa, djúp kóralbleik, en upplitast og verða ljós bleik á krónublaðajöðrunum. Ilma aðeins lítillega.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - Københavnhttp://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm,davesgarden.com/guides/pf/go/56553/#b
Fjölgun
Sumar-, haust-, vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Blómstrar frá júní erlendis og svo nokkrum sinnum yfir sumarið.
Reynsla
Rosa 'Coral Dawn' var keypt í Lystigarðinn 2006 og gróðursett í beð það ár, vex lítið og blómstraði fáeinum blómum 2008 og 2009.