Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Eglantyne'
Höf.
(David Austin 1994) England.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
R. Eglantyne-Jebb, Ausmak .
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Ljósbleikur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
- 90-120(-150) sm
Vaxtarlag
Þetta er ensk runnarós og 20. aldar rós. Runninn verður stór og kröftugur, 150 sm hár og 120 sm breiður.
Lýsing
Foreldrar óþekktir.Myndar fjölda stórra, ljósbleikra blóma þegar runninn byrjar að blómstra, en blómstrar slitrótt eftir það, er lotublómstrandi. Blómin ilma mikið og vel. Blómin endast ekki lengi í hlýju loftslagi.;
Uppruni
Yrki.
Heimildir
http://www.hesleberg.no, http://www.rose-roses.com/rosepages, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, davesgarden.com/pf/go/52150/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Hæfilegt að hafa 3 plöntur á m². Sólríkur vaxtarstaður, þolir ekki skugga. Þarf góðan og næringarríkan jarðveg. Notuð í beð, nokkrar saman í þyrpingu, stök, í limgerði og til afskurðar.
Reynsla
Rosa 'Eglantyne' var keypt í Lystigarðinn 2006, þrífst vel og blómstrar mikið 2008 og 2009.