Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Empress Josephine'
Höf.
(Descemet 1815) Frakkland.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa x francofurtana Thory not Muenchhausen,The Frankfurt Rose, Imperatrice Josephine R. x francofurtana Empress Josephine.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Djúpbleikur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
-150 sm
Vaxtarlag
Þetta er Rosa gallica blendingur og gamaldags garðrós. Runninn um 150 sm hár, 120 sm breiður, útbreiddur, þéttvaxinn, næstum þyrnalaus, blómviljugur og blómstrar einu sinni á sumri í fáeinar vikur.
Lýsing
Blómin eru djúp bleik með ljósari flikrum. Blómin lausfyllt, krónublöðin hálfgagnsæ, ögn bylgjuð. Ilmur daufur en sætur. Laufið grágrænt með djúpum æðum. Myndar mikið af nýpum.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
Hjörtur Þorbjörnsson, Grasagarði Reykjavíkur, Moughan, P. et al. Ed. :The Encyclopedia of Roses, Petersen, V. 1981: Gamle roser i nye haver. Utgivet av de danske haveselskaber København 1981, http://www.apictureofroses.com, http://www.marthastewart,com, http://www.ncsu.edu, http://www.rdrop.com, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, https:/palatinroses.com/rose/empress-josefphine
Fjölgun
Ágræðsla á harðgerða rót af Rosa multiflora.
Notkun/nytjar
Talin þola fremur magran jarðveg og hálfskugga og sögð auðræktuð. Getur þurft stuðning.
Reynsla
Kom sem græðlingur í Lystigarðinn frá Grasagarði Reykjavíkur 2004, óvíst að hafi lifnað. Falleg í Reykjavík en virðist ekki verða jafn kröftug og Frankfurt.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Nefnd til heiðurs konu Napóleons Frakklandskeisara, en hún dáði rósir.Talin af sumum vera blendingur Rosa gallica og R majalis og upprunnin í N Evrópu og ef til vill sú rós sem grasafræðingurinn Carolus Clusius nefndi 1538.