Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Ena Harkness Climbing'
Höf.
(Murrell 1954) Bretland.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Djúpfagurrauður.
Blómgunartími
Ágúst-septemer.
Hæð
Allt að 250 sm
Vaxtarlag
Klifurrós og terósarblendingur.
Lýsing
Þetta er klifrandi stökkbreytt fræplanta af hinni vinsælu terósablendingi Ena Harkness sem R. Murrell og Gurton & Ritson Ltd. uppgötvuðu í Englandi 1954. Hún verður 250 sm há og er blómviljug. Blómin eru djúpt fagurrauð og með góðan ilm/eplailm.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - København,http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.shootgardening.co.uk/plant/rosa-ena-harkness, www.overthegardengate.net/archives/template.asp?LinkID=565
Fjölgun
Græðlingar, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Rétt eins og terósablendingar er hún með veikbyggða, bogna blómstilka, en það kemur ekki að sök þegar um klifurrós er að ræða, þvert á móti, þá njóta blómin sín bara betur. Blómstrar mest um hásumarið (júní júlí erlendis) og stöku blóm seinna að sumrinu.
Reynsla
Rosa 'Ena Harkness Climbing' er ekki í Lystigarðinum