Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Frühlingsduft'
Höf.
(W. Kordes 1949) Þýskaland.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Ljós sítrónugulur / ljósgulur / rjómagulur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
- 200 sm
Vaxtarlag
Glæsileg og afar blómviljug runnarós, lotublómstrandi, með sérdeilis fögur blóm, kröftug í vextinum, oft 200 sm há, stundum hærri, 150 sm breið.
Lýsing
Foreldrar: Rosa Johanna Hill X Rosa spinosissima altaica. Þessi runnarós er blendingur af þyrnirós (Rosa spinosissima). Laufið smágert, frískt og gljáandi. Runninn er með langar, bognar greinar með stórum þéttfylltum blómum, sem eru flöt þegar þau eru sprungin út. Liturinn er ljós sítrónugulur/ljósgul/rjómagul með ljósbleikum eða aprikósulitum blæ. Form blómanna getur minnt á blómformið hjá terósum. Blómin ilma mikið og vel. ;
Uppruni
Yrki.
Heimildir
Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - København, Petersen, V, 1981: Gamle roser i nye haver. Utgivet av de danske haveselskaber København 1981, http://www.hesleberg.no, http://www.mobackes.se/Produktr/rosnyheter.htm, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, davesgarden.com/guides/pf/go/70596/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Blómstrar frá júníbyrjun (í Svíþjóð) til júlíbyrjun og jafn vel fram á haust þar. Nýtur sín sérlega vel sem stakur runni eða fáeinar saman í þyrpingu og sem óklippt limgerði.Sólríkur vaxtarstaður, þolir ekki skugga, hæfilegt að hafa eina plöntu á m². Nægjusöm varðandi jarðveg. Talin vera best af Frühlings-yrkjunum. Yrkið 'Frühlingsduft' á sömu foreldra og Frühlingsanfang (Kordes 1950) en minnir meira á yrkið´Joanna Hill með sín fylltu blóm. Framleiðandinn er sömuleiðis Wilhelm Kordes.
Reynsla
Rosa Frühlingsduft' var keypt í Lystigarðinn 2000, fór illa að hluta 2004, ekkert kal, vex oftast vel en blómstrar ekki enda komin í skugga.