Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Zigeunerknabe
Höf.
(Lambert 1909) Þýskaland.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa Gipsy Boy.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól - léttur skuggi.
Blómalitur
Djúp-dökk purpurarauðar-hárauðar.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
Allt að 300 sm
Vaxtarlag
Kynbótamaður var Geschwind, en Lambert kom henni á framfæri 1909.Þetta er gömul búrbónarós, mjög kröftug með langar, bogsveigðar greinar, allt að 300 sm há og 150 sm breiður, mikið þyrnótt, blómviljug.
Lýsing
Blómin eru djúp-dökk purpurarauðar-hárauðar, fyllt eða hálffyllt, með lítinn gulan blett í miðjunni og með daufan ilm. Krónublöðin 26-40 talsins, sveigð aftur á bak en blómin eru annars flöt. Nýpurnar eru fallegar, appelsínugular, mjóar.Mjög harðgerð og sterkleg, kröftug og falleg í vextinum.Eftirsóknarverð planta, með fallega klasa af blómum, ekki lotublómstrandi.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
Nicolaisen, A 1975: Rosernas Bog - København, Roy, Hay & Patrick Synge 1969: The Dictionary of Garden Plants in Colour with House and Greenhouse Plants. - George Rainbird LTD 1969 (Svensk översättninga och bearbetning Sven Nilson 1974. Örebro 1974), http://www.hesleberg.no, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.helpmefind.com/rose/pl.php?n=6657
Fjölgun
Suma-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Sólríkur vaxtarstaður. Þolir ekki skugga. Blómin koma á gamlan við.Hæfilegt að hafa eina plöntu á m². Notuð í beð, stök eða nokkrar saman.
Reynsla
Rosa Zigeunerknabe var keypt í Lystigarðinn 2006 og gróðursett í beð sama ár, vex vel og blómstrar mikið.