Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Glory of Edzell'
Höf.
England um 1900.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa 'Glory of Edsell'.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur með sítrónugula miðju og ljósari rákir.
Hæð
100-150 sm
Vaxtarlag
Þetta er runnarós og þyrnirósarblendingur (Rosa pimpinellifolia hybrid) og líklega yrki af Rosa x reversa. Runninn uppréttur eins og hjá öðrum þyrnirósablendingum, verður 100-150(-200) sm hár.
Lýsing
Blómstrar fremur snemma, blómin koma eitt og eitt á stuttum hliðasprotum eftir greinunum endilöngum. Blómin eru stór miðað við þessa tegund, einföld, bleik með sítrónugula miðju og ljósari rákir. Ilma mikið. Laufið hraust og fallegt, haustlitir rauðleitir. Nýpur svartar.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
Petersen, V. 1981: Gamle roser i nye haver. Utgivet av de danske haveselskaber København 1981.http://www.rosenhof-schultheis.dehttp://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.html, www.rosegathering.com/gloryofed.html
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Mjög harðgerð/vetrarþolin rós. Þolir fremur magran jarðveg og líkar að vera í hálfskugga og tekur "óvinsamlegan" vaxtarstað (t.d. hátt yfir sjó, 600 m) fram yfir hlýjan.
Reynsla
Rosa 'Glory of Edzell' var keypt í Lystigarðinn 2003 og var gróðursett í beð 2004, vex vel og blómstraði bæði 2008 og 2009. Runninn er orðinn stór.