Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'John Franklin'
Höf.
(Dr. Felicitas Svedja 1970) Kanada.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Millirauður.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
Allt að 120 sm
Vaxtarlag
'John Franklin' er ein af svonefndum explorer rósum. Runnarós, uppréttur, stór og mikil, 120 sm hár og álíka breiður.
Lýsing
Þetta er stór og mikil, upprétt rós sem myndar stóra (um 30 blóma) klasa af bollalaga, fylltum og kögruðum millirauðum blómum, sem ilma mjög lítið og standa lengi. Laufin eru kringluleit, dökkgræn og hafa mikinn viðnámsþrótt gegn sjúkdómum svo sem svartroti og mjölsvepp. Lotublómstrandi.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Ónæm fyrir svartroti, mjölsvepp og ryðsvepp.
Heimildir
http://www.backyardgardener.com/rose/index.html, http://www.horticlik.com/p/rosa_winnipeg_parks_shrub_-_parkland1.hbml, http://www.perennial-favorites.com/roses.html, http://www3.sympaico.ca/galetta/tales/explorerroses.html, davesgarden.com/pf/go/67147/#b
Fjölgun
Vetrar-, sumar- og síðsumargræðlingar. ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Í runnabeð, í þyrpingar og víðar.Sólríkur vaxtarstaður, en runnin er sagður skuggþolinn.
Reynsla
Rosa 'John Franklin' var keypt í Lystigarðinn 2006 og gróðursett í beð sama ár, vex hægt. Óx vel og blómstraði talsvert 2008, en rétt tórði 2009.