Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'L. D. Braithwaith'
Höf.
(David Austin 1993) England.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Dökkrauður.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
90 sm
Vaxtarlag
'L.D.Braithwaith' er ensk 20. aldar rós, lotublómstrandi. Runninn er 90 (-120) sm hár og álíka breiður, uppréttur í vextinum, greinist vel.
Lýsing
Blómin eru dökkrauð, ilmandi með meðalsterkan þægilegan ávaxtailm, mjög stór, fyllt, skállaga en ekki sérlega glæsileg. Liturinn vekur athygli. Blómstilkarnir eru dálítið veikbyggðir. Runninn getur orðið stór þar sem loftslag er hlýtt, blómin stærri en annars og koma á öðrum tímum.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
http://www.hesleberg.no, http://www.rose-roses.com/rosepages, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.lubera.com/de/shop/rose-l-d-braithwaith-staemmchen-im-gontainer-product-1285669.html,davesgarden.com/guides/pf/go/52185/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Notuð í beð, stök eða nokkrar saman. Hæfilegt er að hafa 3 plöntur á m². Þarf sólríkan vaxtarstað og næringarríkan jarðveg.
Reynsla
Rosa 'L.D.Braithwaith' er ekki í Lystigarðinum, en er til í görðum á Akureyri og kemur árlega með blóm, en nokkuð seint.