Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Polarstern'
Höf.
(Mathias Tantau 1982) Þýskaland.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur-rjómahvítur.
Blómgunartími
Agúst-september.
Hæð
90-105 sm
Vaxtarlag
Þessi rós er terósarblendingur, 20. aldar rós. Runninn er kröftugur, uppréttur, 90-105 sm hár og 70-105 sm breiður.
Lýsing
Blómið er hvítt, blómviljug, lotublómstrandi, ilmar mikið, ilmurinn léttur. Hreinhvít, næstum hvít eða rjómahvít blóm, vel fyllt, með 35 krónublöð en getur verið með 26-40 krónublöð, miðjan stendur upp úr blóminu, krónublöðin stór. Lauf fagurgrænt til dökkgrænt og undirstrikar hvít blómin. Myndar nýpur.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
http://www.baumsshule-horstman.de, http://www.palatineroses.com, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.helpmefind.com/rose/l,php?l=2.4898.1,www.learn2grow.com/plants/rosa-tanlarpost-polarstern/
Fjölgun
Ágræðsla. Fjölgað og grædd á sterka rót af Rosa multiflora.
Notkun/nytjar
Í beð eða í ker, það þarf að skýla kerinu fyrir vetrarfrostum. Talin fremur harðgerð erlendis. Þarf gott vetrarskýli og það þarf að skýla runnanum fyrir vorfrostum.
Reynsla
Þessi terós er ekki til í Lystigarðinum.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Verðlaun: ROTY 1985.