Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Rose du Maitre d'Ecole'
Höf.
(Miellez 1840) Frakkland.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rose du Maître d`Ecole, Du Maître d`Ecole, Du Maître d`Ecole.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól (hálfskuggi).
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
90-120 sm
Vaxtarlag
Rose du Maître d'Ecole' er Rosa gallica rós, sem er kröftug/grófgerð í vextinum, 120 sm há og 60-90 sm breið, einblómstrandi og með falleg lauf, stór og þéttfyllt blóm með græna miðju.
Lýsing
Blómin eru falleg og sérstæð, ilma mikið, eru bleik en bleiki liturinn breytist fljótt í gráfjólublátt með dekkri blæbrigðum.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Viðkvæm fyrir ýmsum kvillum svo sem blaðlús, svartroti, mjölsvepp og ryðsvepp svo eitthvað sé nefnt.
Heimildir
Hjörtur Þorbjörnsson, Grasagarði Reykjavíkur, Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - København, Petersen, V, 1981: Gamle roser i nye haver. Utgivet av de danske haveselskaber København 1981, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, davesgarden.com/guides/pf/go/52384/#b,https://palatineroses.com/rose/rose-du-maitre-dÉcole, thegardengeeks.net/plant-guide/6343-rosa-de-la-maitre-decole
Fjölgun
Síðsumar- eða vetrargræðlingar, brumágræðsla, sveiggræðsla. Brumágræðsla á harðgerðar Rosa multiflora-rætur að sumrinu.
Notkun/nytjar
Í beð á sólríkum stað.
Reynsla
Kom sem græðlingur í Lystigarðinn frá Grasagarði Reykjavíkur 2004, óvíst að hafi lifnað. Kelur alltaf og er alltaf skýlt í Reykjavík.