Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Scharlachglut'
Höf.
(Kordes 1952) Þýskaland.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
R. 'Scarlet Fire', R. 'Scarlet Glow'.
Lífsform
Lauffellandi klifurrósarrunni.
Kjörlendi
Sól, (hálfskuggi).
Blómalitur
Skarlatsrauður.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
Allt að 200-250 sm
Vaxtarlag
Foreldrar: R. Poinsettia x Alika (Rosa gallica Grandiflora)Rosa 'Scharlachglut' er mjög harðgerð klifurrós, allt að 250 sm há og 180 sm breið, einblómstrandi.
Lýsing
Mjög harðgerður og þétt þyrnóttur með stórar bogamyndaðar greinar, sem geta orðið allt að 300 sm langar. Lauf dökkgrænt. Blómin stök eða í stórum klösum. Hvert blóm er stórt og einfalt, sterk skarlatsrautt og með gula fræfla í miðjunni. Blómin falleg, bollalaga, 12 sm í þvermál, standa lengi. Nýpur fallegar, stórar, appelsínu-skarlatsrauðar, perulaga og eru á runnanum langt fram eftir vetri.
Uppruni
Yrki.
Harka
Z4
Heimildir
Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - København, http://www.backyardgardener.com, www.cornhillnursery.com/retail/roses/rosea.htlm#RP, www.learn2grow.com/plants/rosa-scarlet-fire-scharlachglut-car-and-maintenance
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Í beð með öðrum runnum/plöntum.
Reynsla
Rosa 'Scharlachglut' var sáð í Lystigarðinum 1989. Þetta er planta sem kelur dálítið. Athuga þarf greiningu.