Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
Schneewalzer'
Höf.
(Tantau 1987) Þýskaland.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
R. 'Snow Waltz'.
Lífsform
Lauffellandi klifurrósarrunni.
Kjörlendi
Sól (-hálfskuggi).
Blómalitur
Hreinhvítur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
250-300 sm
Vaxtarlag
Foreldrar óþekktir.Rosa Schneewalzer' er 20. aldar klifurrós, stórblóma, hreinhvít, lotublómstrandi og ilma mikið, kröftugur runni sem verður 250-300 sm hár. Laufið er milligrænt-dökkgrænt, glansandi. Lotublómstrandi.
Lýsing
Knúbbarnir eru egglaga, mynda stór, ofkrýnd, hvít blóm þegar þeir springa út. Form blómanna er klassískt (eins og blóm á terós) og ytri krónublöðin rúllast út, þegar blómið er alveg sprungið út. Miðja blómsins er ögn rjómahvít. Blómin eru stök eða í litlum klösum blóm á uppréttum stilkum.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Ónæm fyrir svartroti, mjölsvepp og ryðsvepp.
Heimildir
Moughan, P. et al. Ed. :The Encyclopedia of Roses, http://www.haekronit.dk, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, davesgarden.com/guides/pf/go/145986/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Stakar plöntur, nokkrar saman, í beð.Dauð blóm á gömlum greinum eru sniðnar af runnanum, annars er rósin ekki klippt.
Reynsla
Rosa Schneewalzer' var keypt í Lystigarðinn 2000, höfð í beði sunnan undir gróðurhúsinu, misfórst í vetrargeymslu veturinn 2006-2007, ætti að geta þrifist hér.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Nafn rósarinnar er fengið af nafni valsins Schneewalzer sem Thomas Koschat samdi og telst til einnar þekktustu melodíu þýskrar þjóðlagatónlistar.