Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Totenvik'
Höf.
(?) Noregur.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa pimpinellifolia L. Totenvikrosen.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur eða næstum hvítur.
Blómgunartími
Júlí og fram á haust.
Hæð
200 sm
Vaxtarlag
Uppruni óþekktur.Foreldrar óþekktir. Þyrnirósarblendingur. Runninn verður um 200 sm hár og 150 sm breiður, einblómstrandi.
Lýsing
Þetta er þyrnirósarblendingur með hvít, meðalstór, hnöttótt, hálffyllt blóm (krónublöð 17-25), með gula fræfla, ilma, ávaxtailmur. Mjög lík R. pimpinellifolia 'Plena'.
Uppruni
Klón.
Harka
Mjög harðgerð planta.
Heimildir
http://www.hesleberg.nohttp://www.rosenhill.be,www.helpmefind.com/rose/l.php?l=2.24191.0, dansmedrosor.blogspot.com/2010/01/rosspinosissima-totenvik.html
Fjölgun
Fjölgað með stiklingum og rótarskotum.
Notkun/nytjar
Sólríkur vaxtarstaður. Nægjusamur runni. Þolir magran jarðveg. Notuð í limgerði, í beð, í garða og stóra almenningsgarða. Hæfilegt er að hafa 1 plöntu á m².
Reynsla
Í Lystigarðinum er til planta af Rosa 'Totenvik', sem var keypt og plantað í beð 1997, þrífst vel og kelur lítið, óx vel 2009, en blómstraði ekki. Önnur planta var keypt og plantað í beð 2008, var dauð 2009.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Athugið að Rosa 'Totenvik' er ekki sama og Rosa Flora Plena, Finlands vita ros. Þetta klón fannst í Totenvik í Noregi.