Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'New Dawn'
Höf.
(Dreer, Somerset Rose Nursery 1930) USA
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Everblooming Dr. van Fleet, New Davon, The New Dawn Dree
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, skjól, lítill skuggi.
Blómalitur
Silfurbleikur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
- 300 sm
Vaxtarlag
Þetta er Rosa wichuriana blendingur, klifurrós/flækjurós/pergólurós. Runninn er kröftugur, 300 sm hár og 200 sm breið, en getur orðið allt að 600 sm hár. Þyrnar beinast niður á við.
Lýsing
Blóm eru nokkur saman í litlum skúfum, stór, silfurbleik, ljósari við jaðrana, hálffyllt, með 10-20 krónublöð, með þægilegan ilm, ilma mikið af ávöxtum eða eplum, blómin minna á eðalrós/terós.Aðalblómgunin er fyrri hluta sumars en hún blómstrar aftur. Blómstrar lengi, en lítil blómgun eftir aðalblómgunina, myndar nýpur ef dauðu blómin eru ekki klippt af. Laufþykknið dökkgrænt og glansandi.Harðgerð, hraust og hefur mikið þol gegn sjúkdómum. Talin skuggþolin.Notuð til afskurða, á tígulgrind, súlu, í laufskála og til að þekja jarðveginn, hentar ekki við heita veggi, vex best yfir laufskálagrind eða upp gamalt tré. Ein besta og kröftugusta klifurrósin.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Ónæm fyrir svartroti, mjölsvepp og ryðsvepp.
Harka
H5
Heimildir
Bjarnason, Á.H. ritstj. 1996: Stóra garðblómabókin Alfræði garðeigandans - ReykjavíkEdinger, Philip & al. ed. 1981: How to grow roses A Sunset Book Lane Publishing Co. Menlo Park, CaliforniaNicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - KøbenhavnRoy, Hay & Patrick Synge 1969: The Dictionary of Garden Plants in Colour with House and Greenhouse Plants. - George Rainbird LTD 1969 (Svensk översättninga och bearbetning Sven Nilson 1974. Örebro 1974)http://www,backyardgardener.com, http://www.hesleberg.no, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, davesgarden.com/guides/pf/go/107/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða verargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Notuð á klifurgrindur, á veggi, sem stakstæður runni, í skrautblómabeð.
Reynsla
Hefur reynst vel sunnan við húsveggi bæði norðan lands og sunnan.Mjög lítil reynsla. Í Lystigarðinum er til planta keypt og plantað í beð 2008, blómstraði 1-2 blómum 2009.