Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Praire Dawn'
Höf.
Wiliam Godfrey (1959) Kanada.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
100-150 sm
Vaxtarlag
Þyrnirósarblendingur. Foreldrar: Prairie Youth x (Ross Rambler × R. spinosissima var. altaica) frjó. Runnarós sem verður 150 sm há og um 130 sm breiður, vel greindur og fallegur runni, lotublómstrandi.
Lýsing
Blómin bleik með daufan ilm meðalstór, opin þéttfyllt, blómstrar fremur snemma, stöku blóm koma fram eftir sumri.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Hefur viðnámsþrótt gegn svartroti og mjölsvepp.
Heimildir
http://www.helpmefind.com, http://www.hesleberg.no, http://www.rosarie-fabien-ducher.com, davesgarden.com/guides(pf/go/144564/#b
Fjölgun
Síðsumargræðlingar með hæl, vetrarræðlingar, rótarskot, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Rósin er talin skuggþolin erlendis. Harðgerð og frostþolin, hentar vel langt frá sjó. Getur orðið fyrir því að fá geislablettasýki. Þarf miðlungi næringarefnaríkan jarðveg. Þrjár plöntur á m². Notuð stök eða í limgerði.
Reynsla
Í Lystigarðinum var til planta frá 1990, sem lifði í 8-9 ár.