Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Signe Relander'
Höf.
(Poulsen 1928) Danmörk.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Skærrauður-dökkrauður.
Blómgunartími
Ágúst-september eða lengur ef tíð er góð.
Hæð
185-200 sm
Vaxtarlag
Foreldrar: Rosa rugosa Thunb. × Orléans Rose. Þetta er ígulrósarblendingur, lotublómstrandi, stöku blóm koma síðla sumars. Runninn er 185 til 200 sm hár og allt að 150 sm breiður, kröftugur og þéttur með upréttar eða dálítið bogsveigðar greinar.
Lýsing
Laufin eru dökkgræn, leðurkennd. Blómin eru í stórum klösum, blómin smá, skærrauð-dökkrauð með léttan til sterkan ilm, hálffyllt til léttfyllt, krónublöð 17-25 talsins, kögruð eins og hjá Grootendorst rósunum. Krónublöðin eru með litla hvíta bletti fremst á endunum.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
http://www.helpmefind.com/rose/│.php?│=2.5755.0http://www.parklandskap.dkhttp://www.rosefire.comhttp://www.subrosa.dk.http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm
Notkun/nytjar
Ræktuð sem stakur runni, nokkrar saman, í beði.Vindþolin en þolir ekki salt.
Reynsla
Rosa Signe Relander' var keypt í Lystigarðinn 1996 og gróðursett í beð sama ár, kól lítið og þreifst vel,flutt í annað beð 2003, drapst þar. Ætti að geta þrifist hér.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Signe Relander var finnsk forsetafrú sem var vinur Poulsens-fjölskyldunnar. Þaðan er nafnið á rósinni.