Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Tornedalica'
Höf.
(1994) Svíþjóð.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa majalis ´Tornedalica´, Rosa majalis 'Plena', fyllt R. majalis 'Foecundissima'
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
100-150 (250) sm
Vaxtarlag
Rósarunni, uppréttur, skríðull með neðanjarðarrenglur og breiðist nokkuð hratt út.
Lýsing
Tornedalsrósin er með smá, bleik blóm, krónublöðin sitja mjög þétt saman. Runninn verður 100-150 sm eða allt að 200 sm hár, blómstrar ekki mjög lengi en blómin eru mörg saman og því áhrifamikil. Það eru til mörg klón af tornedalsrósinni sum þeirra mynda allt að 250 sm háa runna, önnur aðeins 100 sm háa.
Uppruni
Klón.
Heimildir
Thørgersen, C.G. 1988: Synopsis of Broadleved Trees and Shrubs cultivable as Ornamentals in Boreal Sweden Umeå, http://www.allabolag.se/, http://www.aurora.pp.fi/annesgarden/rosa, http://www.rydlingeplantskola.se/, www.odla.nu/inspiration/fylld-kanelros
Fjölgun
Fjölgað með græðlingum eða með því að stinga upp rótarskot.
Notkun/nytjar
Harðgerð, ein harðgerðasta rósin. Afbragðs rós að hafa við sumarbústaði. Auðvelt að taka græðlinga eða rótarskot til að fjölga runnanum.
Reynsla
Rosa Tornedalica þrífst mjög vel og kelur ekkert. Þessi rós er til í Lystigarðinum og víða út um Akureyrarbæ. Hún vex vel og blómstrar mikið árlega. Engar nýpur. Skriðul.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Sænsk rós, sem hefur lengi verið í ræktun þar í landi. Uppruni óþekktur en rósin hefur verið í ræktun síðan 1596 að minnsta kosti.