Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'George Will'
Höf.
(Skinner 1939 ) Kanada.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól (hálfskuggi).
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
150-170 sm
Vaxtarlag
Foreldrar (R. rugosa x R. acicularis) x ?Kynbætt og ræktuð upp af dr. Frank Leith Skinner í Kanada 1939Þetta er R. rugosab blendingur, 80-120 sm hár og álíka breiður, hefur reynst nokkuð skriðull hér. Rosa rugosa blendingur, minnir á ígulrós í vaxtarlagi, greinar gráar og mjög þyrnóttar frá rót og út í enda.
Lýsing
Kröftugur runnkenndur vöxtur, laufin nokkru minni en hjá ígulrósinni. Blómin sem eru í stórum sveipum eru ofkrýnd (17-25 krónublöð), djúpbleik, með mikinn negulilmur. Form blómanna flöt hvirfing. Bikarblöðin eru löng sem og knúbbarnir.Talin blómstra einu sinni en heldur stundum áfram að blómstra seinna á vaxtartímanum og er með blóm allt fram í frost.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Viðkvæm fyrir mjölsvepp.
Heimildir
Petersen, V 1981: Gamle roser I nye haver. Utgivet av de danske haveselskaber København 1981.http://www.elisanet.fi/simolanrosario/a-uudet-sivut/uudet-ruusulistat/rosarugosa.htmlhttp://www.helpmefind.comhttp://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm,wwwl.agric.gov.ab.ca/$department/deptdocs.nsf/all/opp4386/$FILE/rosegarden.pdf.
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, sveiggræðsla, rótarskot.
Notkun/nytjar
Sem stakstæður runni, í raðir, í þyrpingar, í beð, óklippt í limgerði.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur frá 1986 og 1991, báðar þrífast vel, lítið sem ekkert kal, eru skriðular og blómstra mikið. Mjög harðgerður runni. Gulir haustlitir.